16.11.2002
Ég endaði á djammi í gær. Kom ekki heim fyrr en klukkan hálffimm í morgun:-/ Er samt á bókhlöðunni núna og ótrúlega hress miðað við aðstæður. Ég fékk mér bara verkjatöflur áður en ég fór að sofa í nótt og voila...Kamilla hressa. Það var mjög gaman í gær. Var að vinna til 11 og fór síðan að hitta Ullu og vini hennar á Kaffibarnum. Hitti Jóa B. líka og hann lofar mér, Birtu, Guðrúnu og Addú humarveislu á milli jóla og nýárs. Heyrið þið það stelpur?! Ég er á fullu að plana tímann ykkar á Íslandi;-) Ég kíkti líka aðeins á 22 í gær og dansaði smá. Ég hef reyndar ekki komið þangað inn síðan staðnum var breytt og ég verð að segja að þessi strobe ljós, eða hvað sem þetta er kallað, eru ekki að gera það fyrir mig. Það verða allir svo ljótir í svona ljósi. Ljóshært fólk lítur út fyrir að vera gulhært og allir virðast vera með ljótar tennur! Á 22 hitti ég alla litlu pollana úr Keflavík sem eru orðnir stórir núna sem þýðir að ég er að verða gömul. Annars stoppaði ég stutt þar og ákvað að fara á Celtic Cross að hitta Guggu, Thelmu, Brynhildi, Rúnar og Andrés. Ég stoppaði þar í hálfa nanósekúndu enda algjör prumpstaður og dreif mig bara heim. Núna sit ég og þykist vera að gera ritgerð. Reyndar gengur mér vel með hana en ég er búin að vera að skoða heimasíðuna hjá Danmarks Journalist Höjskole sem ég er að fara í næsta haust. Oh, hvað það verður gaman. Ég get varla beðið. Jæja, nú verð ég að vera dugleg. Ten, four, over and out!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli