15.11.2002
Ég held að það standi á enninu á mér: Segðu mér þín mestu leyndarmál! Það er maður búin að sitja fyrir framan klefann minn í heillangan tíma og segja mér frá ævi sinni. Ég hef n.b. aldrei séð manninn áður. Hann þurfti að hætta að vinna þegar hann var 52 ára vegna heilsumissis. Hann er búin að fara í tvær heilaskurðsaðgerðir sem eru víst stærstu aðgerðirnar sem hafa verið framkvæmdar á Íslandi að hans sögn. Honum finnst ísinn í Álfheimum besti ísinn í bænum og fer þangað á hverju kvöldi og fær sér einn í brauðformi. Reyndar finnst honum líka bíópoppið voða gott og hann kom einmitt í kvöld til þess eins að fá sér popp. Honum finnst hundleiðinlegt að vera hættur að vinna og hefur eiginlega ekkert að gera... Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta getið þið sent mér tölvupóst eða skrifað í kommentakerfið:-) Kamilla Sáli
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli