17.11.2002

Vá, ég vaknaði kl. 9 í morgun. Rosa dugleg. Reyndar var fjandi erfitt að sofna í gær vegna þess að fólkið í 2.h.v. var með svaka partý. Það voru engin smá læti í þessu liði. Það var eins og partýið væri inni í svefnherbergi hjá mér. Frekar pirrandi en samt nennti ég ekki að fara upp og kvarta. Vissi líka að ég myndi hvort eð er lognast út af á endanum. Enda gerðist það líka. Núna sit ég í Odda og er að gera ritgerð, eins og venjulega. Við hliðina á mér situr maður sem lyktar svo illa að ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera. Vona bara að hann ætli að stoppa stutt vegna þess að ég þarf að vera hér í allan dag:-( Annars pikka ég bara í hann og segi: Hey you. You smell! Go home and take a long shower. Ég er nefnilega nokkuð viss um að hann sé útlendingur, eiginlega er ég bara handviss!

Engin ummæli: