Fór til Sigrúnar Daggar í gær með Mörtu. Hún var að flytja í litla og kósý íbúð á Baldursgötunni. Voða sætt hjá henni. Sigrún og Marta voru á leiðinni á djammið og ég dauðöfundaði þær. Ég fékk mér reyndar einn bjór en stoppaði eftir það. Þói og Hólmar. Bifrastarvinir Mörtu, komu til Sigrúnar líka og það var voða gaman að hitta þá. Hitti þá í fyrsta skiptið á hausthátíð Bifrastar, því rosalega sukki, og hef ekki séð þá síðan. Fólkið á Bifröst er allt búið í prófunum núna og er að vinna misserisverkefni og ég verð að segja að ég dauðöfunda það. Ég get þó huggað mig við það að ég er búin frekar snemma í prófunum. Ég öfunda ég fólk sem er búið 21. desember:-/
Ég fór niður í geymslu í gær og náði í allt jólaskrautið mitt, sem er reyndar ekki mikið. Ég er að spá í að skreyta pleisið á morgun. Ég held að það sé nauðsynlegt að fá smá jólastemmingu í íbúðina. Lífga aðeins upp á hana.
Ég hrökk upp í nótt við fólk sem var að hnakkrífast einhvers staðar nálægt húsinu mínu. Það var sko öskrað og blótað og ég veit ekki hvað. Ég bý auðvitað í gettói Íslands, morð á götum úti eru nánast daglegt brauð og innbrot tíð. Þetta minnir mig á óskemmtilegt atvik sem ég lenti í í sumar. Þá var einhver sækópatti að reyna að komast inn í húsið mitt og ég hringdi fjórum sinnum á lögguna. Fyrst var ég spurð hvort glæponinn væri nokkuð að berja í hurðina, svo var mér sagt að það væru nú svo fáir bílar inni og að ég ætti að hringja ef hann reyndi að brjótast inn (komm on, gaurinn var búinn að hringja á allar dyrabjöllur in da house). Í þriðja skiptið var mér sagt að löggan hefði komið en ekkert hefði virst ama að manninum, hefði ekki verið fullur eða neitt. Það var greinilega ekki nóg að hann væri hringjandi á dyrabjöllu fólks um miðja nótt. Svo var auðvitað greinlegt að hann þekkti engan í húsinu þar sem að hann sagði aldrei neitt þegar fólkið svaraði í dyrasímann. Ef hann hefði þekkt einhvern og þurft að komast inn hefði hann getað aumingjast til að segja frá því. Þegar ég heyrði hann reyna að opna gluggann á þvottahúsinu var mér síðan nóg boðið. Ég reif upp svalahurðina og hoppaði á náttfötunum út á svalir: „Hvað í andskotanum þykist þú vera að gera? Þú ferð sko ekki að brjótast hérna inn!“ Gaurinn stóð undir svölunum hjá mér og sagði ekki neitt. „Heldur þú að ég sjái þig ekki, fíflið þitt?! Ég sé skónna þína!“ Þá bakkaði hann aðeins þannig að ég sá ekki skónna hans lengur. Haha. Ég hringdi í lögguna í fjórða skiptið og sagði þeim að drulla sér til að fjarlægja manninn af lóðinni. Ég væri skíthrædd og hefði örugglega ekki roð í sköllóttan og vígalegan manninn. Löggan kom loksins og ég náði að sofna áhyggjulaus en klukkan var þá orðinn 8 um morguninn.
Þetta er ein af mörgum hræðilegum reynslusögum mínum úr gettóinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli