1.11.2002

Ég var að fá póst frá Birtu Ósk Spánardrottningu. Hún var að segja að ég horfi of mikið á sjónvarp og fari ekki nóg út. Það er líklega satt hjá henni og ég ætla að gera mitt besta til að breyta þessu. Framvegis verða bara rónasögur hér og ég mun vinna að því að ná nýjum hæðum í rónamennsku! Nei, ekki alveg kannski en ég ætla að bæta mig:-) Ég er m.a.s. að fara út í kvöld og svo er matarboð á morgun hjá Óla og Jóni. Reyndar er það nú þannig á okkar ástkæra landi að það er mjög oft leiðinlegt veður sem gerir það að verkum að það er girnilegra að hanga heima í hlýjunni en að þvælast eitthvað út. Svo er ég líka í námi dauðans og því ógeðslega mikið að gera í skólanum. Ég er einmitt núna að byrja á ritgerð um aðskilnaðarstefnuna í S-Afríku, ætla að klára hana fyrir þriðjudaginn.

Engin ummæli: