Ég, Petra og Gugga horfðum á myndina
Life as a house í gærkvöldi. Myndin er ekki eins ömurleg og titillinn endurspeglar. Þetta var algjör vasaklútamynd, reyndar með nokkrum yfirmáta hallærislegum atriðum en við náðum allar að tárast, held ég. Gugga hélt því reyndar fram að hana klæjaði bara í augað en ég er nokkuð viss um að hún var að ljúga. Ég get hins vegar hiklaust mælt með annarri mynd sem heitir
Mad about Harry. Það er brjálæðislega fyndin mynd sem enginn virðist hafa séð nema ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli