29.10.2002

Frábærar fréttir. BA verkefni okkar Erlu ætlar loks að fara að bera eitthvern ávöxt eftir allan þrældóminn. Fræðslufulltrúi Rauða krossins var að hafa samband við okkur og vill endilega fá að sjá það sem við höfum verið að gera. Rauði krossinn er nefnilega að fara að búa til námsefni fyrir leikskólana. Þetta á að vera blanda af nokkrum atriðum, s.s. skyndihjálp, upplýsingum um Rauða krossinn, markmið hans. Þessu á að flétta inn í fjölmenningarlegt samhengi. Þetta á að ná til 6 ára barna. Spennó, ekki satt?



Engin ummæli: