30.10.2002

Það er greinilega óðum að styttast í próf. Það er varla hægt að fá borð á bókhlöðunni. Hilma greyið er búin að labba nokkra hringi og fann ekkert borð, endaði bara inni í hópvinnuherbergi. 30% aukning á stúdentum í HÍ á síðustu sex árum en ekki hefur bókhlaðan eða önnur lesaðstaða fitnað! Hvað á það að þýða?! Erum við ekki að mennta þingmenn og stjórnendur framtíðarinnar? Á þetta fólk ekki að fá sæti undir bossann sinn og borð undir bækurnar?

Engin ummæli: