Sjóarasukk í dulargervi dömuboðs...
Katrín, sambýliskona mín og hefðarfrú, hélt veglegt dömuboð á sunnudaginn. Gestir voru yours truly, Jens, Sigrún, Steen og Bjöggi. Á boðstólnum voru dýrindis kökur og kaffi og voru málefni líðandi stundar skeggrædd af uppábúnum ungmeyjum og kurteisum herrum. Reyndar endaði dömuboðið ekki eins prúðlega og það byrjaði. Jú, jú, það endaði með bjór, pizzu, skítafýlu og hver er maðurinn leikjum. Mega góður sunnudagur, eins og þeir gerast bestir.
Hér er nokkrar myndir.
Sólin skín. Ég vinn og hef það gott.
Getraunin. Hvaða lag? Hvaða flytjandi? Svarið við síðustu getraun var lagið Saint Simon með !!! (Chk chk chk). Erfitt, ég veit. Tékkið á þessu bandi ef þið hafið tækifæri.
Poetry is no place for a heart that's a whore
Mig grunar að Þórir sé sá eini sem getur þetta... en við sjáum til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli