28.6.2005




Here I is... ahemm

Hello, good readers of this blibb. I've decided to write in English from now on. Eða ekki. Afsakið ókurteisina í mér að hafa ekkert blibbað í háa herrans tíð. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er mjög svo upptekin við vinnu, sólböð, sukk og svínarí...

Af mér er sko allt best að frétta. Fölur kroppurinn er tekinn til við að breyta um lit. Úr hvítu í rautt... ég finn það á mér að hann verður brúnn næst. Wasteland er mitt annað heimili þessa dagana og ekkert nema gott um það að segja. Fékk m.a.s. launahækkun í fyrradag. Maður stígur hratt og örugglega upp metorðastigann í tískubransanum. Haha.

Hróarskelda nálgast. Síðhærðir pílagrímar með mikla ást á tónlist bera þess merki. Þeir versla líka soldið af regnjökkum í Wasteland. Vonum samt að það rigni ekki á greyin. Svo eru einhverjar líkur á að ég skelli mér í sjálfa mekku á laugardeginum. Clint (eða Lint eins og stendur utan á sumum umslögum sem hann fær í pósti. Ahahahaha!) getur nebbla kannski smyglað mér inn á svæðið í trukkinum sínum en Wasteland verður með lítið útibú á svæðinu. Við sjáum til, við sjáum til...

Ég setti inn nokkrar myndir frá liðinni helgi. Þær eru nú mestmegnis af mér, Katrínu og Trine. Merkilegt hvað maður verður hégómafullur eftir eins og tíu glös af mojito. Helgin var sem sagt Sankt Hans þar sem við Ulla fórum í pikknikk á Íslandsbryggju og svo Frisk Fest sem minn kæri kollegi Fergus hélt. Það var nú gaman.

Þetta verður stutt og laggott í dag, enda hausinn farinn að síga og Milla litla hefur aldrei átt gott með að tjá sig þegar hún er þreytt. Þá fer allt í sló mó og svoleiðis.

Svo kannski ein getraun í lokin en svarið við síðustu getraun var Young hearts run free með Candi Station. Eða var það getraunin þar á undan...? Æ, man ekki.

Just sendin chunky rhythms right down ya block
We be to rap what key be to lock

Engin ummæli: