13.4.2005

Komin á áfangastað

Halló, elskurnar. Ég komst klakklaust til Danmerkur. Borgaði ekki yfirvigt enda var ferðataskan bara 21,5 kg. Hins vegar var handfarangurinn örugglega 30 kg. Var svo heppin að hitta Eyþór og Pálínu, vinkonu hans, við töskubandið og þau hjálpuðu mér með draslið. Svo var bara haldið heim til Ullu á Elmegade 23. Ég fékk mér smá rauðvín um kvöldið og svei mér þá ef ég var ekki bara rúllandi eftir tvö glös. En ég svaf líka vel.

Ég hef ekki farið í almennilega sturtu síðan ég kom hingað. Vatnsrennslið í sturtunni hennar Ullu er svo lélegt að ég gæti allt eins kreist blautan þvottapoka yfir hausnum á mér og fengið svipaða bunu og ég fæ úr þessum sad-excuse-for-a sturtuhaus. En nú er ég hætt að kvarta.

Ég fer til Árósa á morgun og inntökuprófin í skólann byrja kl. 9 á föstudagsmorgun. Mjög spennó. I'm gonna kick ass! Svo þegar ég kem aftur til Kaupmannahafnar flytjum við Katrín og svo þarf ég að finna mér vinnu. Einhverjar hugmyndir?

Pís át, elskurnar!

Engin ummæli: