America's Next Top Model
Þið sem þekkið mig vel vitið að besti vinur minn heitir Sæmundur sjónvarpstæki... sumir kalla hann imbakassann en mér finnst það hafa neikvæða merkingu bæði fyrir mig og hann. Sæmundur færir mér mikla gleði. Við hlæjum saman og grátum líka saman. Ég grét til dæmis mjög mikið þegar Sæmundur sýndi mér og sagði frá sambandi Meredith og Ian sem endaði með trúlofun og hamingjutárum. Ég fékk reyndar sms frá Þórhildi um daginn sem í stóð: Meredith og Ian eru hætt saman. Þú hefðir átt að grenja aðeins meira! En það er önnur saga. Við Sæmundur áttum góða stund saman nú í kvöld og hann kynnti mig fyrir ungum stúlkum sem ólmar vilja verða næsta toppfyrirsæta Bandaríkjanna. Þessi hópur lofar góðu, meira að segja er ein stelpan að verða blind (sorglegt samt) þannig að það verður over dose af drama hjá Kamillu og Sæmundi næstu vikurnar. Jæja, Sæmi kallar. Sjáumst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli