16.6.2004

Vei vei!

Manchester er ógeðslega skemmtileg borg!!! Ingi Þór kom og sótti mig á flugvöllinn og það urðu sko fagnaðarfundinn. Síðan fórum við og fengum okkur kaffibolla og beinustu leið í ódýra músíkbúð og ég keypti mér 15 geisladiska!!! Og ég er sko ekki búin...

Síðan fórum við heim til Inga Þórs og ég hitt Jo, Ric, Schmian og Sophie. Ég kom með fullt af nammi frá Íslandi og það var haldin nammikynning. Allir smökkuðu nammi og gáfu því síðan einkunn. Möndlur voru í sjöunda og síðasta sæti en grænar Freyjukaramellur sigruðu keppnina. Inn á milli voru síðan Draumur, Rís, Hrís, Bingó kúlur (eða bingo balls eins og þau kalla þær! Haha.) og Villiköttur. Um kvöldið fórum við síðan á Harvey's Well fengum okkur fyrsta flokks hammara og spiluðum pool. Það var haldin keppni England v. Iceland og auðvitað vann elsku Ísland enda hef ég leynda hæfileika í pool. Eitt skiptið hitti ég fjórar kúlur í röð ofan í. Ingi Þór stóð bara og gapti af undrun. Stóra sys sannaði sig alveg þarna.

Í dag er stefnan tekin á búðirnar með Jo. Ingi Þór er að fara í stórt próf á morgun og þarf að vera heima að læra.

Blessí.

Engin ummæli: