23.4.2004

Kamilla vanilla

Afmæli komið og farið og ég orðin hálfþrítug. Fólk fór í skrúðgöngur út um allan bæ mér til heiðurs og veðurguðirnir voru í stuði. Ég bauð í partý á Stúdentakjallaranum á miðvikudaginn og þar var taumlaus gleði fram á nótt. Brynja Dögg setti upp ljósmyndasýningu mér til heiðurs og viðfangsefni myndanna var Kamilla sjálf, mjög smart;-) Svo sungu Anna, Freyr, Brynja og Dögg lag sem þau sömdu til mín. Algjör snilld sem ég hef verið með á heilanum síðan þá. Svona er textinn:

Hún er svo sæt og sífellt dansandi
Svaka lagleg pía með hárið glansandi
Með allt í röð og reglu - hún er svo skipulögð
Reykir ekki lengur og er ætíð vel upplögð

Við sáum hana fyrst einn skóladag
Við skráðum okkur öll í sama fjölmiðlafag
Hún var með allt á hreinu og vildi vera best
Hún má nú sosum eiga það að ekki var hún verst!

Hún elskar snúða -kanilla- og á sunnudegi best er að chilla
Hún heitir Kamilla Kamilla Kamilla
Er algjört vanilla vanilla vanilla
Hún Kamilla Kamilla - hún Kamilla

Hún er menntuð, upplýst kona og meinar öllum vel
Mun bjarga öllum heiminum - það ég tel
Hún kippir öllu í lag á sínum Rauða kross
Komdu hérna stelpa og gemmér afmæliskoss

Hún elskar snúða -kanilla- og á sunnudegi best er að chilla
Hún heitir Kamilla Kamilla Kamilla
Er algjört vanilla vanilla vanilla
Hún Kamilla Kamilla - hún Kamilla

En Beðmál i borginni hún missir aldrei af
Og brosmilt andlitið - guð henni gaf
Ekkert verkefni hjá henni er vandamál
Við vinkonurnar segjum þína skál!!!!!

Hún elskar snúða-kanilla - og á sunnudegi best er að chilla
Hún heitir Kamilla Kamilla Kamilla
Er algjört vanilla vanilla vanilla
Hún Kamilla Kamilla - hún Kamilla

Þetta var frábært kvöld í alla staði og ég segi bara takk fyrir mig, elsku vinir. Þið eruð yndisleg!!!!

Engin ummæli: