5.11.2003

Smá réttlæti og hellings óréttlæti

Vá, gott að Varnarliðið hefur dregið aftur fjöldauppsagnirnar enda var þetta alveg út í hróa. Nú ertu ekki atvinnulaus lengur, Hlynur minn og ferð ekki í jólaköttinn.

Við Sara erum að skrifa grein um rasisma í Danmörku. Við erum að skoða svokallaða svarta lista samtaka sem eru á móti innflytjendum. Margir þessir listar eru á netinu og á þeim er fólk sem er "of vinalegt" í garð innflytjenda. Það er með ólíkindum hvað er mikið um fordóma hér. Hægrisinnuð ríkisstjórn sem er alveg að flippa með að gera lög sem gera innflytjendum ekki kleift að gifast fólki frá sínu heimalandi. Í gær var grein í Politiken um nasíska útvarpsstöð sem fær styrki frá ríkinu fyrir starfseminni. Nasismi er nefnilega ekki ólöglegur hér í Danmörku. Listarnir sem við höfum verið að skoða innihalda myndir og oft heimilisföng. Þetta er alveg rosalegt. Við erum að fara að vinna á fullu í þessu á morgun. Finna fólk til að taka viðtal við og svoleiðis. Við ætlum að reyna að tala við einhvern sem er á svarta listanum sem við skoðuðum og svo jafnvel við lögguna og einhvern sálfræðing um afleiðingar svona lista, bæði fyrir fólkið á honum og þá sem lesa hann og eru þjóðernissinnar.

Vá, nú ætla ég heim. Við Sara bökuðum brownies í gær og ég á enn afgang. Yahoo!!!!

Engin ummæli: