Ég ákvað að pakka niður einhverju af búslóðinni minni í gær. Þegar ég var búin að fylla tvo kassa af bókum og stofustássi rann það allt í einu upp fyrir mér að ég mun ekki vera á Íslandi út árið. Ég var einhvern veginn ekki alveg búin að átta mig fullkomnlega á því fyrr en þá. Soldið skrýtin tilfinning fyrir skipulagsfrík eins og mig að vera að henda sér svona út í óvissuna. Ég held að ég hafi samt meira en gott af því. Ein stelpa sem er með mér í hagnýtri var að benda mér á salatverksmiðju í Köben. Kannski að ég tékki á því, þá get ég alla vega bætt inn á cv-ið mitt framleiðslustarfi. Merkilegt hvað allir líta vel út á pappír. Það er í raun hægt að láta ómerkilegasta starf betur út. Salatverksmiðja=framleiðslustarf. Reyndar dettur mér ekkert meira í hug...
Ég fór aftur í dinner til Mörtu í gærkvöldi. Í takt við góða veðrið grilluðum við. Ljúft. Ég horfði á The importance of being Earnest á sunnudaginn. Mikið rosalega er þetta leiðinleg mynd. Það á greinilega að vera svona öðruvísi stíll á henni en hún er í raun bara hallærisleg og misheppnuð. Sem betur fer tók ég tékknesku myndina Kolya með þannig að það var ekki öll von úti þegar hin myndin floppaði í tækinu mínu. Mér finnst að maður eigi endrum og eins að taka gullmola eins og þennan sem maður hefur ekki séð í mörg ár. Ég var búin að gleyma hvað þetta er yndisleg mynd. Mæli með henni við þá sem eru svo óheppnir að hafa ekki séð hana. Reyndar get ég hreinlega sagst öfunda þá sem eiga eftir að njóta hennar;-)
Ég er alveg að treina það að byrja á verkefni sem ég á að skila í dag. Þetta er verkefni í fjölmiðlarétti og rosalega erfitt að koma sér í þennan gír. Nú er ég búin að hanga í klukkutíma á netinu og verð hreinlega að byrja á þessu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli