9.3.2003

Árshátíðin var frábært, Ban Thai algjör snilld og Gullfoss og & Geysir góðir sem fyrr. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og skemmti mér konunglega. Í gærkvöldi fór ég síðan í matarboð til mömmu og pabba í Kef og það var lífsreynsla út af fyrir sig. Mamma er nebbla að verða fimmtug 25. mars en verður þá í NYC og þess vegna ákvað hún að halda grand matarboð áður en hún og daddy cool halda utan. Öll fimm systkini hennar mömmu voru þarna saman komin ásamt mökum sínum og svo auðvitað amma. Ég fékk að vera deitið hennar og fólk hafði orð á því að við hefðum verið ástfangnasta parið þarna um kvöldið. Við fengum guðdómlega kalkúnabringu sem gjörsamlega bráðnaði upp í munninum á manni. Ef það er til himnaríki fékk ég bút af því með þessum mat í gær. Svo var endalaust af rauðvíni sem gerði kvöldið ennþá skemmtilegra. Ég sá alveg nýja hlið á þessu mjög svo góða fólki. Hlið sem ég er ótrúlega ánægð að hafa fengið að kynnast. Setningar eins þessar standa upp úr eftir kvöldið: "Oh, ég vildi að þú ættir afmæli á hverju ári!" "Hvað heldurðu að ég hefði þá bara endað sem atvinnumella í Kína eða eitthvað??" Þetta var sem sagt alveg brilliant kvöld!

Ég er búin að taka ákvörðun um að vera í Köben í allt sumar eða þangað til ég fer til Árósa í skólann. Ég er búin í skólanum hér í kringum 15. apríl og er að spá í að fara bara út í enda apríl eða byrjun maí. Ég er ótrúlega spennt og verð í burtu í um 8 mánuði. Ekki gráta, krakkar mínir. Þetta er bara tímabil og svo kem ég aftur heim, reynslunni ríkari.

Engin ummæli: