Ég ætlaði ekki að særa neinn með síðasta blibbi þannig að ég dreg ummæli mín til baka. Nenni ekki að pæla lengur í þessu svekkelsi.
Ég var að ákveða það að ef ég fæ ekki vinnu á Alþjóðaskrifstofunni í sumar ætla ég fyrr til Danmerkur til að vinna þar. Ég held ég geti alveg unnið við að skúra eða eitthvað svoleiðis í eitt sumar. Ég ætla að biðju Ullu um að hjálpa mér að finna vinnu og herbergi í Köben en kannski verður ekkert úr þessu hjá mér. Kannski verð ég bara í Reykjavíkinni í sumar, aldrei að vita. Reyndar væri ég alveg til í að vera í Danaveldi alveg frá byrjun maí.
Ég og Hilma áttum yndislegan kellingadag í gær. Fórum í Kringluna, Smáralind og m.a.s. Glæsibæ, hefðum reyndar betur mátt sleppa því... Fórum síðan heim til mín og tókum smá free style session á stofugólfinu með Tokyo Megaplex á fullu blasti. Svo eldaði Jón Björn fyrir okkur dýrindis steik og gaf okkur rauðvín. Svo voru rauðvín og ostar um kvöldið og við enduðum vel hífaðar með fjólubláar rauðvínstennur. Einstaklega ljúft. Sofnaði sem sagt sæl um kvöldið.
Drengurinn er kominn til Manchester og hefur notað úlpuna sína sem sæng undanfarnar nætur. Gamla settið á Vallargötunni er alveg að farast úr áhyggjum, alla vega mamma, og reyndar ég líka þó svo að ég búi ekki lengur í þessu góða húsi. Samt hefur Ingi Þór auðvitað bara gott af þessari dvöl þar ytra, ekki hægt að segja annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli