Sit núna með Guggu og Rósu inni í stofu. Við erum frekar þunnar núna eftir svaka djamm í gær og erum búnar að hafa það næs í allt kvöld. Pizza, nammi og allt tilheyrandi.
Við héldum risa jólapartýið í gærkvöldi. Svaka stuð og yndislegt að hitta alla yndislegu vini sína. Reyndar ældi einhver á gólfið og Brynja greyið þurfti að þrífa það upp. Ælupúkinn er enn ófundinn en leit stendur yfir á öllum helstu skemmtistöðum landsins. Ef einhver hefur vísbendingar er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna í Reykjanesbæ.
Ulla kom með í partýið og hafði gaman af öllum fyllibyttuvinum mínum. Híhíhí. Er þreytt núna og við erum að starta Sex and the city maraþoni. Ciao!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli