Stúdentaleikhúsið er að fara að frumsýna Íbúð Zoju eftir Bulgakov í kvöld í Vesturporti. Ég hvet alla til að fara og sjá. Örugglega rosa flott hjá þeim. Anna sem er með mér í hagnýtri er einmitt að leika með Stúdentaleikhúsinu. Rosa klár stelpa! Ég ætlaði mér alltaf að slást í hópinn með þessu fólki en hef verið að bíða eftir að sólarhringurinn verði framlengdur í 48 tíma. Hvenær ætli það gerist??
Ég er að spá í að fá mér jólatré í desember. Ég er búin að búa í þessari íbúð í næstum 2 ár og það er tími til kominn að leyfa jólunum að flæða inn í hana á ný!! Reyndar á ég ekkert af jólaskrauti en það er bara smart að hafa seríur og kannski 2 kúlur á trénu. Svo kemur skrautið bara með árunum og verður alltaf flottara og flottara. Sorry samt að ég sé að skrifa um jólin þegar nóvember er bara hálfnaður en jólin eru jú það sem mun halda mér gangandi í próflestri...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli