19.11.2002
Það er best að ég útskýri aðeins með Danmörku þar sem enginn virðist vita að ég sé að fara þangað. Þannig er mál með vexti að hagnýt fjölmiðlun er eins árs nám auk þriggja mánaða starfþjálfunar. Ég hef ákveðið að í stað þess að vinna á Mogganum eða DV í þrjá mánuði sé mun sniðugara að fara í skiptinám en ég get fengið það metið sem starfsþjálfun. Ég held að ég muni græða mun meira á því að fara þangað út í alþjóðlegt prógramm í fjóra mánuði. Ég fer örugglega í byrjun ágúst á næsta ári til Danmerkur og verð í Árósum. Ég ætla að verða voða klár í dönsku og rúlla upp þessu námi (reyndar er það á ensku).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli