3.9.2006

Það er farið að hausta

Núna þarf ég að sofa með lokaðan glugga, annars verður mér kalt. Og þegar ég hjólaði heim frá Diljá og Hebu í kvöld var ég með húfu. Þetta var langt og heitt sumar. Takk. Það hlaut samt að taka enda.

Núna verð ég að fara að sofa. Dauðþreytt eftir mikla sukkhelgi. Fimmtudag, föstudag og laugardag. Það er aldeilis að maður getur gert þetta með stæl og dýfu. Annars var ljósanótt í Keflavík um helgina og mikið stuð á Vallargötu 22. Verð nú að viðurkenna að ég hefði kosið Vallargötuna in a heartbeat hefði ég haft færi á því.

Í næstu viku byrja ég að hafa samband við hugsanlega kúnna fyrir processinn minn. Allir að krossa fingur fyrir London.

Engin ummæli: