Ástkær vinur minn og bekkjarfélagi hringdi í mig áðan gráti næst. Hann hafði farið í H&M, mátað húfu og áttað sig á því að hann er að missa hárið. Ég reyndi að beita áfallahjálp í símann með litlum árangri. Já, það er ansi hart að eldast. Ég bað hann um að fara beinustu leið heim til mín. Þegar hann kom inn var það fyrsta sem hann sagði: "Þetta eru fyrstu merki þess að ég sé að deyja." Ekki veit ég hvort hann hafi verið að meina líkamlegan, andlegan eða þá jafnvel félagslegan dauða. Og spurði hann ekki að því. Ég reyndi að hugga hann en hvað á maður að segja í svona tilfelli. Þetta vex aftur áður en þú giftir þig... ekki alveg við hæfi. Það sem ég gat sagt honum var að nýta það sem hann hefur. Ekki búa til vandamál og bíða eftir að þau verði (í hans tilfelli er þetta þó ansi raunverulegt vandamál en verður maður ekki alltaf að líta á björtu hliðarnar?). Hann hugðist raka af sér allt hárið en ég drap þá hugdettu í fæðingu (ógeðslegt orðalag, ég veit!) vegna þess að ég held barasta að skölótti stílinn fari þessari elsku ekki. Alla vega fékk þetta mig til að hugsa. Nýttu það sem þú átt á meðan þú hefur það. Þess vegna er ég svaka pæja núna í háhæluðum skóm á leið á kaffihús að hitta Erlu mína. Já, héðan í frá ætla ég að nýta mér og njóta þess sem ég hef og á, hvort sem það er flík, skófatnaður, sætur rass (já, mér finnst það!) eða hnyttnin mín sem ég sýni svo allt of sjaldan;-) Svo ætla ég líka að nýta vini mína og fjölskyldu. Njóta þeirra í botn. Jæja, elskurnar, ástarkveðju sendi ég ykkur frá litla bænum í litlu Danmörku.
Svo koma hérna nokkrar myndir handa honum Gulla mínum.

Þarna sit á magnaðasta rugguhesti sem ég hafði nokkurn tímann séð. Verst að þið sjáið hann ekki.

Litli bróðir minn; mesta krútt í heimi. Þetta kallar maður sko að brosa allan hringinn.

Með 80's hárgreiðsluna á hreinu. Ég var víst martraðabarn fyrir þessa myndatöku. Neitaði að fara í sparifötin og það endaði með að ég fór í bleikar joggingbuxur, bol í stíl, silfrað belti um mittið og skítuga en samt bleika strigaskó. Haha. Það mun aldrei neinn segja mér í hverju ég eiga að vera.

Systkinin á góðri stundu.

Júlli frændi í heimsókn. Að okkar mati var hann the greatest thing since sliced bread!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli