Heil og sæl.
Klukkan er átta. Ég ligg uppi í rúmi og hausinn að springa. Hrafninn með Villa Vill hljómar í eyrum mér. Það er nóg að gera hjá Millu litlu. Kom heim frá Oslo á fimmtudagsmorgun eftir vel heppnaða en ansi busy ferð. Við vorum að gjörsamlega frá kl. 7.30-20.00, enda fór ég að sofa klukkan hálfníu í ferjunni á leiðinni heim, alveg búin á því. Nú erum við að byrja kúnnaverkefni í skólanum þar sem bekkurinn vinnur fyrir fimm mismunandi kúnna. Minn hópur er með bókaútgáfuna Bookhouse í Stokkhólmi. Við verðum s.s. að vinna fyrir Bookhouse næstu þrjá vikurnar og fáum vonandi tækifæri til að fara til Stokkhólms. Anders, einn úr hópnum, ætlar að reyna að fá lánaðan van hjá foreldrum sínum og þá förum við átta saman í roadtrip. Ég nenni ekki að útskýra verkefnið núna vegna áðurnefnds hausverkjar. Held ég láti þetta bara gott heita. ZZZzzzz...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli