11.9.2005

Jogging Flakes frá Golden Bridge... uh, what?

Já, þá hefst aftur liðurinn Kamilla blibbar undir áhrifum. Var að koma heim. Þriðja kvöldið í röð sem ég djamma og ég, dömur mínar og herrar, er alveg búin á því. Dillan mín fór til Álaborgar og ég sakna hennar sárlega enda við orðnar eins og gömul hjón en samt í besta skilningi þess. Gömul hamingjusöm hjón. Alla vega... Í dag var reunion með krökkunum sem ég var með í blaðamannaskólanum. Við vorum fimm. Angela frá Kanada, Art frá Los Estados Unidos, Maren frá Noregi, Sören frá DK og ykkar einlæg frá the island of Ice. Þetta var allt saman einstaklega ljúft en ég einum of þreytt vegna megasukks undanfarna daga. Fim, fös, lau, skal ég ykkur segja!! Já, harkan sex alla leið. Sukk og svínarí tekið með stæl og dýfu!

En yfir í annað. Ég fór í ALDI um daginn. ALDI er matvöruverslun sem á rætur sínar að rekja til Þýskalands. Þar er allt á sportprís og vel það. Við Dilla höfum þess vegna ákveðið, á grundvelli hagstæðs verðlags, að venja komu okkar í þessa búð. Jahá! Þar er inni er allt annar búðarveruleiki en ég er vön. Aldrei, og þá meina ég aldrei, hef ég verið inni í búð og ekki þekkt eitt einasta vörumerki. Titillinn á færslu dagsins er einmitt nafnið á morgunkorni sem við festum kaup í þessum innkaupaleiðangri. Einstaklega bragðgott, mæli eindregið með Jogging Flakes!! Svona er einmitt allt þarna inni. Algjörlega fjarri mínu búðarmentalitet! Vá, nú er ég farin að röfla og blikka allt of mikið. Þetta þýðir einungis eitt: Milla litla þarf að fara að sofa í hausinn á sér.

Góða nótt, þið þarna úti. Öll mín ást og allir mínir kossar! ZZZZZZzzzzz...

Engin ummæli: