24.8.2005


Smá update

Halló elskurnar. Veit ég er búin að vera einstaklega léleg að blibba sem þýðir bara eitt: Það er nóg að gera hjá Millu litlu!

Tek Héðinn minn til fyrirmyndar og geri svona smá stikkorðablibb.

Síðan ég blibbaði síðast hef ég...

-Fengið yndislegan bróður minn í heimsókn. Hann kom m.a.s. með Malt og Appelsín.

-Farið á vaxmyndasafnið og orðið mjög hrædd...

-Farið í dýragarðinn og orðið sorgmædd.

-Reynt að vera dugleg að læra frönsku vegna þess að ég er að fara að flytja á morgun.

-Sagt bless við vini mína. Alltaf erfitt.

Jæja, ég verð að fara að pakka. Hef nefnilega þrefaldað magn mitt af fötum á aðeins fjórum mánuðum. Áfram Kamilla!

Engin ummæli: