Slagveður í Vestmannaeyjum
Það er nánast alltaf sama sagan þegar greyið þjóðhátíðarfarar ætla að reyna að koma sér heim eftir megasukk í fimm daga eða svo. Brjálað veður og alla samgöngur liggja niðri. Why bother, segi ég nú bara. Reyndar hef ég aldrei komið til Vestmannaeyja en það á víst að vera voða voða gaman. Komið með betra line-up og þá skal ég mæta. Það þarf meira en loforð um gott fyllerí til að fá mig, lúxusmanneskjuna og letidýrið, til að sofa í tjaldi og þá sérstaklega þegar allra veðra er von. Síðast þegar ég svaf í tjaldi var það á Hróarskeldu 2003 og þá í heilar fimm nætur! Jahá! En þar hafði ég eðalmúsík, sér klósett og sturtu og back-stage bar. Ekkert slor, skal ég ykkur segja.
Annars var mín verslunarmannahelgi frekar í rólegri kantinum. Fór að sofa kl. 11 á föstudagskvöldið og vann á laugardaginn. Ég og Sigrún Dögg áttum þó ofurgott laugardagskvöld. Bjuggum til sushi og Maru; eat your heart out! Við erum natural born sushimakers, hvorki meira né minna. Það er skemmst frá því að segja að við átum auðvitað á okkur gat (skemmtilegt orðatiltæki, alltaf fundist það.) og drukkum hvítvín með. Æðislegt, í einu orði sagt. Núna verður það bara sushi í hvert mál hjá mér, hahaha! Svo fórum við niður á Vesterbro á Boutique Lize og hittum svo Hólmar á Ideal Bar. Svo var það bara snemma í háttinn eða um þrjú leytið...
Til mömmu og pabba. Þið voruð ekkert smá heppin með flugið. Business class. Vá, lúxus. Tékkarðu á vinnumeilinu þínu úti, mamma? Var bara að spá ef ég þyrfti að ná sambandi við ykkur. Ég er búin að kaupa gjöfina handa Helgu, voða fínt. Elska ykkur og bið að heilsa öllum!
Jæja, peace out brothas and sistas.
P.S. Steig greinilega of sterkan rigningardans þarna síðast. Það hefur rignt í tvær fokkans vikur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli