9.8.2005

Ég er ekki nítján lengur... bara í anda

Vá! Svæakaleg helgin sem leið. Ég er enn að jafna mig.

Herlegheitin byrjuðu á fimmtudaginn þegar þær stöllur Hildur og Andrea Sif heiðruðu mig með nærveru sinni. Þær mættu niður í Wasteland, í dömufríi í Kbh. Ég skellti mér með þeim í dinner og svo fylgdu ófáir bjórar í kjölfarið. Við hittum Erlu, frænku Hildar og fórum á æðislegan kokteilabar á Rantzausgade. Staðurinn var tómur þannig að það var nánast eins og við sætum í heimahúsi. Með einkaþjón! Frábært kvöld. Takk fyrir, stelpur!!! Fleiri svona dömufrí, finnst mér.

Föstudagurinn byrjaði með hausverk sem virtist aldrei ætla að fara. Þar til ég fékk mér afréttara. Haha. Á dagskránni voru tvö afmælispartý, hjá Önnu Völlu og svo Clint. Afmælið hans Clint var haldið í B&W hallen sem er staðsettur á útnára veraldar, nánar tiltekið Refshalevej 213. Leigubílstjórinn villtist meira að segja á leiðinni. Vei! Þetta er s.s. gömul verksmiðja en minnti helst að innan á norskt bjálkahús (Ekki það að ég hafi nokkurn tímann komið til Noregs, hvað þá í norskt bjálkahús. En svona ímynda ég mér þau...). Í þessu partýi voru allra þjóða kvikindi, góð músík og TRAMPÓLÍN. Og gvöð menn góður hvað ég átti afturhvarf til barnæskunnar. Það var varla hægt að slíta mig af trampólíninu. Fólk hefur haldið mig akróbatsnilling (!) eða einfaldlega klikkhaus... sem er nærri lagi. Þrátt fyrir frábært kvöld er ég enn að jafna mig af harðsperrum þó svo að ég hafi eytt bróðurpartinum af gærdeginum í spa treatment í Frederiksberg Svömmehal! Já, það er erfitt að vera trampólínsjúk.

Laugardagurinn var einstaklega erfiður sérstaklega vegna þess að, eins og áður hefur komið fram, ég er ekki nítján lengur og kroppurinn þolir illa svona sukk. En ég harkaði þetta af mér og fór á grískan veitingastað með Katrínu, Jens, mömmu Katrínar og kærasta hennar. Svo hittum við Sigrúnu og Steen á Saxon's og svei mér þá ef ég var ekki síðasta manneskja til að fara heim, ásamt Sigrúnu! Harkan sex, I tell you!

Þetta voru rónafréttir í dag. Þær verða næst fluttar eftir aðra slíka dýfu...

P.s. Ég er ung, vitlaus og einhleyp. Er það ekki góð og gild afsökun fyrir allt ofantalið?

Engin ummæli: