13.8.2005

Það er komið að skuldadögum þrátt fyrir að ég sé andlegur jafnoki Gandhi. En það kom nú að skuldadögum hjá Gandhi líka og hann átti það ekki skilið, elsku kallinn. Ekki ég heldur. Ég er s.s. komin með flensu. Er búin að vera að reyna að sparka í rassinn á sjálfri mér að fara út í búð síðasta eina og hálfa tímann. Þið hugsið kannski: Þetta er bara leti, ekki flensa. En nei, kæru vinir og vandamenn, djammið (orsök alls ills og afkvæmi djöfulsins... já, ég verð búin að skipta um skoðun þegar ég hressist. I know myself) hefur loksins gert út af við mig. Fór að vinna í dag og það var götufestival. Vei! Gaman að vera sljó og þvöl þegar Studiestræde er fullt af fólki. Ég harkaði þetta af mér, fór heim og svaf þar til yndislegustu foreldrar í heimi (mínir auðvitað!) hringdu frá Longview, Washington, til að heyra í stelpunni sinni. Og ég sem ætlaði ekki einu sinni að svara símanum! Ég var svo glöð að heyra í þeim og sagði þeim held ég tuttugu sinnum hvað ég elska þau mikið. Ég brosi meira að segja núna við að hugsa til þeirra. Og vitiði hvað?! Ingi Þór Ingibergsson, snillingur og ástkær bróðir minn, er að koma í heimsókn í næstu viku. Gæti lífið verið betra? Æ, já, smá, ef ég væri ekki veik.

Alla vega, núna er heilinn að fara að bræða úr sér og ég ætla að halda áfram að reyna að "will myself" út í búð.

Jú, eitt enn. Er búin að eiga frábæran tíma með Ragnheiði og Ragga, fyndnasta fólki í heimi, en þau eru hér í Kbh. Við erum búin að borða víetnamskan mat, ítalskan ís og drekka Sovétkóla og danskan bjór. Einstaklega fjölþjóðlegt mataræði á okkur. Þið eruð yndi!

P.s. Gandhi og Saddam fengu sér bjór í gær. Kannski að Gandhi reyni síðan að heimsækja Clinton í vetrarfríinu sínu...

Engin ummæli: