21.7.2005

Hver er að stríða mér?

Eva Lára, gömul vinkona mín, er í Kaupmannahöfn og við hittumst í kaffi eftir vinnu. Um sjöleytið hringir síminn minn. Óþekkt danskt númer. Ég svara og á hinum enda línunnar er Indverji. Indverjinn, sem n.b. talar ensku með sterkum hreim (maður getur ekki annað en hlegið að því), segist hafa fundið númerið mitt á skype-inu. What? Ég hélt auðvitað ekkert annað en að það væri einhver af fyndnu vinum mínum að stríða mér og byrja þess vegna að tala íslensku og spurði hlæjandi hver þetta væri. En hann skildi ekkert. Við sátum úti og ég fór að líta í kringum mig eins og brjálæðingur og bjóst við að sjá einhvern með gsm síma(veit ekki alveg hvern þó) en sá engan. Málið var líka að hann fór alltaf að hlæja þegar ég hló þannig að ég hélt pottþétt að þetta væri djók. Nema að mér fannst þetta vera orðið pínu langt djók og segi að ég hafi bara engan tíma til að tala við hann. Hann spyr hvort hann megi hringja á eftir. Nei. Á morgun? Nei! Það endaði með því að ég sagði honum einfaldlega að ég ætti yfirdrifið nóg af vinum (elska ykkur öll saman!) og þyrfti hreinlega ekki fleiri. Og hananú!

Tveimur mínútum seinna fæ ég sms.

Hai its me again. i am indian 25 live near frb st. We can talk n then if u dont like me may leave eachother else continue. I am not bad boy. Plz try understand me. Ok take care n reply me yes...Sridhar.

Eruð þið ekki að grínast? Ok, nú er ég með samviskubit. Það er erfitt að vera útlendingur... Kannski að ég hringi bara í hann, giftist honum svo og flytji til Indlands og fari að leika í Bollywood myndum. Hvernig líst ykkur á það?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Terrific work! This is the kind of information that should be shared across the net.
Disgrace on the seek engines for now not positioning
this submit higher! Come on over and talk over with
my web site . Thank you =)

Here is my web-site :: Margareta Kawashima