13.7.2005


Halló krakkar!

Búin að jafna mig. Og hef því ákveðið að blibba aðeins. Tvöfaldur skammtur í dag. Þið heppin;-)

Ég lenti í frekar skrýtnu um helgina. Hef alla vega aldrei lent í því áður... Ég hitti kynskipting. Já. Þú ert ekki að lesa vitlaust. Kamilla litla hitti kynskipting. Við Ulla fórum í eitthvað partý með rússnesku þema í Turbinehallen. Þar var eitthvað tónlistarfólk með gig. Fínt stöff. Alla vega. Þar var ljósmyndari. Afar feit kona. Og þar sem ég er náttblind og nærsýn virtist þetta bara ósköp eðlilegt. Feit kona að taka myndir. Hef alveg séð svoleiðis áður. Við Ulla stóðum og spjölluðum saman og allt í einu kemur konan og knúsar okkur. Ég knúsaði hana auðvitað á móti og hélt að þetta væri kunningi Ullu. Þegar konan, eins og ég kýs að kalla hana á þessum tímapunkti sögunnar, var farin spurði ég Ullu hver þetta hefði verið. Hún kom af fjöllum og sagðist aldrei hafa hitt hana áður. Jahá. Þá litum við á hvor aðra og sögðum nánast í sömu andrá, var þetta maður eða kona. Við komust að þeirri niðurstöðu að þetta hefði líklega verið mjög karlmannleg kona. Og fórum að dansa. Skömmu síðar og eftir þónokkuð marga bjóra rákumst við aftur á vinkonu okkar. Ég var ekki alveg með athyglina í lagi þar sem ég var orðin frekar drukkin og var að senda skilaboð til frönskukennarans míns þannig að ég man alls ekki hvernig það orkaðist að við fórum aftur að tala við hana. Ég lauk við skilaboðin og þá átti vinan alla mína athygli. Í návígi við hana sá ég það loks. Þetta var karlmaður. Með brjóst. Og maskara. Og varalit. Og í pilsi. Og ekki nóg með það að þá var vinkonan svona rosalega hrifin af mér. Knúsaði mig og kjassaði og tók af mér ófáar myndir. Du er saa söd!!! Ég fékk m.a.s. nafnspjaldið hennar. Og það er stórkostlegasta nafnspjald sem ég hef séð. Mynd af henni, stórkostlega frábær mynd (næstum svona hárblásara effect...), starfsheiti (ekki nóg með það að hún sé ljósmyndari heldur einnig verkfræðingur) og svo nafn og númer. Nafnið er líka stórkostlegt, þrjú algjör stelpunöfn og tvö eftirnöfn. Ímyndið ykkur samt að vera kona föst í líkama karls og loks taka af skarið og breyta sér. Ég myndi flippa yfir um. Kamilla Viktoría Sumarfugl Ingibergsdóttir Alabast. Flott, ha? Alla vega. Þetta var indæl kona. Skemmtilegt.

Oh, ég er að horfa á Gilmore Girls núna. Ó mæ god (sorry Gugga), will somebody put me out of my misery? Þar á undan horfði ég á heimildarmynd um slúbberta. Og þá meina ég enga venjulega slúbberta heldur fólk sem hreinlega býr í eigin skít. Kúkar á gólfin og borðar upp úr ruslinu og þess háttar. Ég ældi næstum. Ein konan var m.a.s. með dauðan hest inni í húsinu sínu. Sem betur fer finnur maður ekki lyktina. Oj.

Ef þið viljið síðan lesa eitthvað spennandi, annað en mig röflandi fulla eða lýsandi atburðum liðinna helga, þá bendi ég ykkur á hana elsku Þórhildi. Hún og Melkorka eru í Asíureisu og eru nú í Dubai. Holy moly. Í Dubai er víst millljón fermetra verslunarmiðstöð. Ó mæ, ég þangað!

Engin ummæli: