6.6.2005

iBook í stíl við iPod...

Haldiði að ég sé ekki bara að blogga í nýju iBook tölvunni minni. Jú, jú, ég hef séð ljósið og skipt yfir. Hún er hvít og falleg og með 14" skjá. Ekkert slor, skal ég ykkur segja!

Helgin var ósköp mis eitthvað. Í fyrsta lagi rigndi SVO mikið og svo fór ég í eitt glataðasta lokapartý ever. Á hverju ári er svokölluð Distortion hátíð haldin í Kaupmannahöfn. Þá er alls konar skemmtilegt að gerast um alla borgina. Við Ulla hugsuðum okkur gott til glóðarinnar enda skemmtun við okkur konunglega á Distortion árið 2003. En í ár fór eitthvað úrskeiðis. Við keyptum okkur miða á 150 kr sem er ansi blóðugt og hugðust skemmta okkur vel umkringdar fögrum mönnum og dýrindis kampavíni. Það fór nú aðeins öðruvísi en við höfðum planað. Það rigndi á okkur á leiðinni þangað þannig að maskarinn var ekki alveg þar sem hann átti að vera. Partýið var haldið í Turbinehallen sem er gamalt leikhús, held ég. Og þetta var nú meira prumpið! Ömurleg tónlist og bara ekkert að gerast. Það endaði með því að við fórum bara um kl. 2. Glatað! 150 kall í vaskinn. En það kemur partý eftir þetta partý, ekki satt?

Jæja, ég ætla að halda áfram að fikta í tölvunni minni. Bless, bless, elskurnar!

Engin ummæli: