9.6.2005

Í dag varð Milla þráðlaus

Jú, jú, iBook yndið heldur áfram að færa mér hamingju. Þannig er mál með vexti að hér á Dronning Olgas Vej er þráðlaus nettenging og í dag flutti ég mig yfir á það. Og vitiði hvað? Ég er að blibba inni í eldhúsi. Er að spá í að rölta inn í herbergi núna. Og vitiði hvað? Núna er ég að blibba inni í herbergi. Haha.

Slæmar fréttir koma þó. iPodinn minn er fullur. Ég vissi að myndi koma að þessum degi en óraði ekki fyrir því hversu erfiður hann yrði mér. Nú verð ég bara að velja vel inn á hann. Búin að henda út músík sem ég hlusta hvort eð er lítið sem ekkert á. Þannig að... good times, good times.

Ég átti yndislegan sólarhring með henni Diljá minni, tilvonandi sambýliskonu og sálufélaga. Var m.a.s. rétt í þessu að koma heim eftir að hafa fylgt henni á lestarstöðina en hún flýgur heim til Íslands á eftir. Við höfðum það svo gott saman og auðvitað fór ég með hana niður í Wasteland þar sem hún fann nokkra gullmola. Síðan var það bara labb, H&M, matur, Þórir og meira labb. Góður dagur. Takk Diljá mín!

Ég trúi því ekki að það sé föstudagur á morgun. Það eru endalausir föstudagar hjá mér. Tíminn líður svo fljótt að áður en ég veit af verð ég flutt til Árósa og byrjuð í Kaospiloterne. Og er það mikið tilhlökkunarefni, skal ég ykkur segja!

Svona í lokin ætla ég að koma með smá tónlistargetraun. Saknið þið hennar ekki? Alla vega, ég veit ekki hvort margir kannist við þetta en textinn er góður. Live and learn! Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

I learned a lot from smoking pot
Or maybe not
I can't remember what I forgot

Engin ummæli: