11.3.2005

The hills are alive with the sound of music

Ég er að upplifa allt annan veruleika með tilkomu elskhuga míns. Nú er m.a.s. orðið gaman að fara í strætó! Lúxuslíf, I tell ya.

Úrslitin í Idol í kvöld og ég að pissa í mig af spennu. Hildur Vala er mín kona (nú lemur Brynja mig:-/). Ég kaus hana líka síðast... og Davíð Smára reyndar líka. Við Kata vorum í stökustu vandræðum, sáum fram á að þurfa að horfa á Idolið ruglað (sem er ekkert tiltökumál hjá okkur nema að talið var líka ruglað!!!) þannig að ég hringdi grenjandi í Hafdísi og hún aumkaði sig yfir okkur og bauð okkur til sín. Hún var að vinna til átta þannig að við Kata biðum fyrir utan heima hjá henni þegar hún kom heim. Algjörir aular. Það eru allar líkur á svipuðu vandamáli í kvöld vegna þess að nú eru Brynja og Hafdís ekki með Stöð 2 lengur en það er seinni tíma hausverkur. Nú liggur leið mín heim á við. Ég ætla að gera mig sæta og fara með Brynju í kokteil fyrir UJ í Landsbankanum.

Megi mín kona vinna! Haha.

Peace out.

Hey, já, langt síðan ég var með getraun síðast.

Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

Communication is the problem to the answer
You've got her number and your hand is on the phone

Elska þetta lag. Ætla að hlusta á það frá Hamraborginni að strætóskýlinu.

Góða helgi!

Engin ummæli: