Ég + strætó. Sönn ást...
Ég er búin að átta mig á strætóbílstjórum. Þar sem ég er mikil stætóáhugakona og reyni að upplifa strætóferð minnst tvisvar á dag hef ég haft nægan tíma til að velta fyrir mér hátterni þeirra karla (og örfárra kvenna) er keyra strætó.
-Þeir reyna markvisst að keyra niður allt sem á vegi þeirra verður.
-Þeir gefa engum séns og svína eins og þeir fái borgað fyrir það (sem þeir fá reyndar...).
-Þeir reyna hvað þeir geta að bremsa harkalega og virða hvorki umferðarljós né stöðvunarskyldur.
Svo í morgun á leið til vinnu varð mér það ljóst að þessir strætóbílstjórar bera nú virðingu fyrir einhverju. Nefnilega, öðrum strætóbílstjórum. Þeir gefa þeim alltaf séns og ganga jafnvel svo langt að stoppa í miðju hringtorgi til að hleypa öðrum strætó inn í það (þetta gerðist í morgun). Svo vinka þeir hver öðrum statt og stöðugt. Þetta var úttekt á venjum strætóbílstjóra í boði Kamillu Ingibergsdóttur, áhugakonu um almenningssamgöngur.
Það eru bara 25 dagar í brottför til DK. Viljið þið trúa þessu? Það get ég varla. Og eins og sannri skipulagsfrík sæmir hef ég útbúið tékklista sem ég mun samviskusamlega fara eftir enda nóg að gera til 11. apríl.
Ástarsamband mitt við iPodinn minn, sem ég hef nefnt Kamillu enda stór partur af sjálfri mér, blómstrar sem aldrei fyrr. Við eyðum nánast öllum stundum saman og hamingjan er að ná hámarki. Við erum að hugsa um sumarbrúðkaup. Líst ykkur ekki vel á það?
Getraunin. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Don't hang on
Nothing lasts forever but the earth and sky
Engin ummæli:
Skrifa ummæli