Nei, komiði margblessuð og sæl! Langt síðan leiðir okkar hafa legið saman. Nú gætuð þið hafa verið að hugsa: Æ, æ, æ, er hún Kamilla skemmtilega og frábæra alveg hætt að nenna að blibba? Svarið er einfaldlega: Já, eiginlega en nú skal ráðin bót í því!
Skírlífi var fagnað á sjálfum degi elskenda hjá Þóri í gær. Nokkrir vel valdir einhleypingar komu saman, borðuðu kökur (Þórir er svakalegur bakari!) og lögðu á ráðin um heimsyfirráð eða var það kannski bara um hvernig maður eigi að fá aðila af gagnstæðu kyni (jú, eða sama kyni) til við sig. Ýmsar aðferðir voru ræddar en ég er enn sem áður á því að engir álitlegir karlar séu þarna úti fyrir kröfuhörðu Kamillu (sem er reyndar ekkert fullkomin sjálf... en óskaplega nálægt því. Haha!)
Af mér er annars allt gott að frétta:
Það eru tæpir tveir mánuðir þangað til ég flyt til DK og er að öllum líkindum búin að leigja út íbúðina mína.
Ég er orðin hooked á Idol keppninni og held með Hildi Völu.
Ég er með rosalegt kvef. Hausinn stútfullur af grænu hori. Yummy!
Fór á djammið á föstudaginn. Það var ágætt þrátt fyrir háværar yfirlýsingar mínar um drepleiðinlegt næturlíf í Reykjavík. Reyndar var skemmtilegast heima hjá mér þar sem við Kata dönsuðum við Piano Man og fleiri slagara og sömdum free-style dansa.
Ég hef óseðjandi löngun til að versla föt. Arg! (Þetta er reyndar ekki gott...)
Ég horfði á Angels in America um helgina og vá vá vá!!!
Ég fór á Mýrarljós með Þórhildi. Mjög gott leikrit.
Jæja, pís át dúds!
Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Show me how to read
Show me how to write
These are the things you can do for me
Engin ummæli:
Skrifa ummæli