1.2.2005

Ég veit...

að ég er búin að vera hryllilega löt við að blibba enda ekki margt að gerast í mínu annars frábæra lífi. Sem betur fer er þó leiðinlegasti mánuður ársins búinn. Bless bless! Næturlífið heldur áfram að drepa mig úr leiðindum og til að breyta til fór ég í keilu síðustu helgi. Ég var einstaklega illa upplögð en komst fljótt í gírinn eftir að hafa flogið á hausinn á brautinni. Svo braut ég nögl vegna þess að ég tók allt of þunga kúlu og fór næstum með henni í átt að keilunum. En hæfileikar mínir í keilu eru svipaðir og hæfileikar mínir í pool, þ.e. frábærlega miklir! Ég endaði í 2. sæti. Ingveldur vann en hún er líka atvinnumaður í keilu... Melkorka vermdi síðan þriðja sætið, Þórhildur það fjórða og Kata fimmta og síðasta sætið. Það sem var fáránlegast við þetta allt saman var að ég hringdi í Þóri og sagði honum hvað ég var að gera (sem mér fannst ótrúlega sniðugt). Þá sagði hann mér hlæjandi að hann væri líka á leiðinni í keilu. Þvílík tilviljun! Reyndar er hann svo tapsár að hann kýs að gleyma því að hann hafi alfarið farið í keilu um helgina vegna þess að Gulli vann hann. Híhí. Ég er meira að segja til í að fara aftur næstu helgi. Vill einhver memm?

Á föstudaginn fór ég reyndar niður í bæ. Fór á tónleika á Grandrokk og sá Jan Mayen og eitt lag með Ceres 4, leiddist síðan á Ölstofunni, myglaði á Kaffibarnum, og dó loks úr leiða á 11-unni. Fór snemma heim vegna þess að þegar ég ákveð að mér leiðist að þá er ekki aftur snúið...

Getraunin er orðin ómissandi liður í þessu blibbi... eða hvað finnst ykkur. Finnst kannski bara Hannesi þetta skemmtilegt vegna þess að hann er svo klár?;-)

Hér kemur hún samt:
Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

Touch if u will my stomach
Feel how it trembles inside


Engin ummæli: