25.2.2005

Með kassalaga augu

Það er nú meira en að segja það að flytja tónlist inn á iTunes. Gvöð menn góður! Ég held ég hafi bara eytt öllum mínum frítíma í það síðustu daga enda komin með rúmlega 2000 lög inn. En samt er svo mikið eftir:-/ Það er ekki lengur fuglasöngur sem vekur gleði mína heldur lítið ding hljóð þegar iTunes er búið að hlaða inn disknum. Ding ding ding!

Þórir flaug til Danmerkur í morgun. Hann kom og kvaddi okkur Þórhildi í gærkvöldi. Mín lokaorð til hans voru: Vonandi finnurðu húsnæði og vinnu sem fyrst. Þórhildar voru: Iss, þú þarft bara smokka og nærföt til skiptana. Útskýrir forgangsröðun okkar Þórhildar í fáum orðum. Ég segi þak yfir höfuðið, atvinna til að hafa í sig og á og svo getur maður einbeitt sér að því að fara í sleik og sofa hjá. Hún segir samfarir og allt hitt er seinni tíma hausverkur. Hér er kannski komin ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið við karlmann kennd í háa herrans tíð (og samt á ég íbúð og er í fínni vinnu). You can't have it all. Eða hvað?

Á morgun förum við Hilma í dekur á Nordica Spa. Ég held það verði ekkert annað en stórkostlegt!

Þar sem enginn gat síðustu getraun birtist hér svarið: Lagið Flood með sveitinni Jars of Clay.

Og hér kemur ný. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Newlywed a year ago
But you're still checking each other out

Engin ummæli: