Ég var rænd um helgina:-( Töskunni minni var stolið af Ellefunni á laugardagsnótt. Þetta var forláta leðurtaska sem ég keypti í Amsterdam. Í henni voru seðlaveski, gsm sími, lyklar, jakki, loðkragi, leðurhanskar, húfa og smádót. Allt horfið! Hvernig getur fólk verið svona ómerkilegt?! Hafið augun opin, kæru vinir.
P.s. Mig vantar símanúmerin hjá nánast öllum. Eruð þið til í að senda mér sms þannig að ég geti sett þau inn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli