Parental units to the rescue
Ég er búin að vera í mega tilvistarkreppu þessa vikuna. Ég held að hana megi reka til blautviðris og haustkomu. Mér hefur fundist líf mitt innantómt og laust við alla æðri merkingu. Skemmtilegt, ekki satt?:-/ Símtal frá móður minni var því himnasending í gær þegar ég var komin upp í rúm um kl. 15 með bók í hönd. Þau komu í Rvk. og þvældust með litlu stelpuna sína um allar trissur, keyptu sér NASA rúm og björguðu geðheilsu einkadótturinnar. Pabbi minn er líka svo mikið að æði að hann skrifar alltaf tónlistarblöndu á disk fyrir mig þegar ég er eitthvað down. Í gær færði hann mér kammermúsík sem er sko alls ekki kammermúsík heldur frábært samansafn af brilliant lögum. Anathema, Masters of Reality, A Perfect Circle, Robert Plant, Radiohead, Muse og svoleiðis. Allt svona róleg og falleg lög. Takk, daddy cool! Á disknum er einmitt lag sem minnir mig á þegar ég var á barmi heimsfrægðar, þ.e. þegar Ingi Þór sendi demo í Future music og þriggja laga demo diskurinn hans var valinn best reader's demo of the month. Já, þar var lag sem við gerðum saman. Ég söng og samdi textann með elsku litla bró. Ég hef aldrei getað hlustað á þetta lag sökum þess að mig langar til að æla þegar ég heyri mína eigin rödd. Ekki gott efni í stórstjörnu á sviði. Ælir bara alltaf þegar hún byrjar að syngja... Alla vega, í dag er ég hress og glöð og hef kvatt tilvistarkreppuna í bili.
Ég er búin að smella inn tveimur nýjum tenglum:
Matta: Hún Matta er góð vinkona Þóris og Héðins. Ég hef nú bara hitt hana nokkrum sinnum en finnst hún alveg einstaklega skemmtileg stelpa. Hún er einmitt nýflutt til draugabæjarins Arhus... Nei, nei, hann er svo sem ágætur þessi bær. Alla vega rúla Sway og DJH! Og Matta auðvitað líka!
Sirrý: Sirrý er jafnaldri bróður míns en það sem skilur þau að eru hús og bíll. Já, svei mér þá, hún Sirrý og Stebbi, kærastinn hennar, eru nágrannar foreldra minna og búa í svaka flottu einbýlishúsi sem þau nýverið festu kaup á. Það sem við Sirrý eigum sameiginlegt er einstök smekkvísi og ást á Sex and the city.
Núna er komið að getrauninni. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
And wouldn’t it be nice to live together
In the kind of world where we belong
Engin ummæli:
Skrifa ummæli