Helgin í hnotskurn
Hejsa!
Best að útlista atburði helgarinnar á skipulagðan hátt:
Föstudagur:
Ég hætti snemma í vinnunni og tók strætó heim. Mín beið dekurdagur á Mecca Spa. It was the bomb. Ég mætti um 14.30 og fór í pottinn og slakaði aðeins á, síðan kom nuddari og náði í mig í 60 mínútna slökunarnuddið sem stelpurnar gáfu mér í afmælisgjöf. Þetta var himnaríki. Puttarnir mínir voru m.a.s. nuddaðir. Eftir þetta yndi fór ég í litun og plokkun með Dögg. Síðan biðum við eftir Önnu og Brynju. Þegar þær komu drukkum við freyðivín og slúðruðum. Æði! Eftir þetta beið okkar dýrindis matarveisla heima hjá Önnu og Freysa. Freysi hafði séð um allt. Fyrsti réttur var svartfugl, annar réttur kræklingapasta, þriðji réttur sushi, fjórði réttur steinbítur og í eftirrétt voru ostar. Þvílíkt og annað eins lostæti. Þemað var hafið og Freyr á sko hrós skilið, meistarakokkurinn sjálfur.
Mamma kom síðan og sótti mig um 23.30 og við brunuðum til Kef með allt dótið sem ég ætlaði að selja. Ég henti öllu inn á Séstvallagötunni og henti mér síðan í innflutningspartý til Ásdísar og Stebba í nýja fína húsinu þeirra. Þar hitti ég fullt af skemmtilegu fólki, þ.á.m. Ingu Fríðu (Halló, elskan. Takk fyrir síðast;-)). Við fórum síðan niður í bæ á stað sem heitir Traffic. Þar var Páll Óskar að spila og ég dansaði til kl. 3. Loks drullaði ég mér heim, nokkuð mikið þreytt.
Laugardagur:
Ég vaknaði kl. 9.30. Veit ekki alveg hvernig mér tókst það! Fékk mér morgunmat með ma og pa og fór síðan út í skúr að taka til. Það tók nokkra tíma:-/ Klukkan þrjú byrjaði síðan mega bílsskúrsalan og það var mjög gaman. Ég seldi heilan helling af fötum og við vorum að til rúmlega sjö. Hérna eru myndirnar. Þá beið mín grillmatur sem ég borðaði af bestu lyst. Svo ætlaði mín sko að dance the night away en nei... Ég var svo búin á því að ég meikaði ekki einu sinni út. Steinsofnaði á miðnætti á meðan allir bæjarbúar skemmtu sér vel á skemmtilegasta kvöldi ársins í Kef. Bömmer Jónsson! Missti ég nokkuð af einhverju?????
Sunnudagur:
Ég fékk far með Hilmu og Jóni Birni til Rvk. Svo eyddi ég deginum á náttfötunum og horfði á fyrstu seríuna af Six feet under (Takk fyrir að lána, Þórir:-)). Þetta eru svo brilliant þættir að ég horfði á níu þætti í röð. Sæjitt! Á einhver seríu númer 2 á dvd????
Getraunin. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Sick tired and sleepless
With no one else to shine for
Engin ummæli:
Skrifa ummæli