Manipulating my mind
Daginn sem ég íhuga að segja upp happdrætti Háskóla Íslands vinn ég 4.000 krónur. Tilviljun? Eða er búið að setja litla örflögu inn í hausinn á mér einhverja nóttina á meðan ég svaf? Fór einmitt á the Stepford Wives í gær með Brynju og Helgu, systur hennar. Myndin var nú ekki upp á marga fiska. Byrjaði reyndar vel en endaði í algjöru kjaftæði. Mér finnst Matthew Broderick svo skemmtilegur leikari og ekki skemmir fyrir að hann er giftur átrúnaðargoðinu mínu, henni Söruh Jessicu Parker.
Ég byrjaði helgina á veikindum en dældi í mig sólhatti og var búin að ná mér á laugardaginn til þess eins að fara út á djammið... Við Brynja fórum í kveðjupartý til Rúnar. Þar hitti ég Ósk og Ottavio. Svo fórum við í bæinn og ég endaði kvöldið í sveittum dansi á Kaffibarnum þrátt fyrir leiðinlega tónlist.
Við mamma erum að plana afslöppunarferð til Amsterdam í október. Ég er svo heppin að eiga mömmu sem vinnur hjá Icelandair þannig að ég fæ frímiða. Lengi vel fékk ég alltaf frímiða en svo varð ég 23 ára og þá hætti það. Nú er reyndar búið að breyta reglunum þannig að ég fæ frímiða þegar mútta er með í för. Lúxus. Svo eiga hún og pabbi svo hryllilega mikið af vildarpunktum þannig að við notum þá til að borga hótelið. Svo ætlum við bara að hafa það ljúft saman, fara í dekur á snyrtistofum og skoða okkur um. Ég hef nefnilega aldrei farið til Amsterdam. Víííí!
Annars minni ég ykkur á getraunina hér fyrir neðan. Hannes Óli er ekki enn búinn að svara henni;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli