Litla stelpan sem veiktist yfir heitustu helgi ársins
Já, þessi saga mun brátt verða sögð í stað Litlu stúlkunnar með eldspýturnar. Sorgarsaga! Já, Kamilla litla fór og hitti Ölmu og Þóri á Segafredo í gær. Þar fékk hún að heyra slúður helgarinnar sem leið. Síðan lá leið þeirra á Ölstofuna þar sem þau sátu inni á meðan allir hinir sátu úti. Þau skemmtu sér þó hið besta við að njósna um hinn og þennan og ræða hverjir séu sætir í dag og hverjir bara útbrunnir alkóhólistar og aumingjar... Kamilla ákvað að fara ekki seint heim vegna þess að hún er jú með eindæmum samviskusöm og hafði skyldum að gegna hjá Rauða krossinum daginn eftir. Hún fór beinustu leið upp í rúm en gat síðan bara ekki sofnað fyrr en um klukkan fimm. Þetta var ein versta nótt sem Kamilla litla hefur upplifað og daginn eftir vaknaði hún fárveik.
Bottomline: Ég er að drepast úr leiðindum og enginn nennir að leika við mig. Foreldrar mínir hringdu þó og vottuðu samúð sína alla leið frá Keflavík og grættu mig með sögum af yndislegu rauðvíni frá Ástralíu. Eina sem ég hef verið að dreypa á þetta föstudagskvöldið er freyðiví... nei, ekki vín heldur vítamín með sólhatti og c-vítamíni til að flýta ferlinu sem þessi skítapest er.
Setningarathöfn Ólympíuleikanna var fín fyrsta klukkutímann en ó, mæ god, hvað þetta er langdregið og leiðinlegt.
Í getrauninni að þessu sinni er eitt af mínum uppáhaldslögum. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
I want to rock your gypsy soul
Just like way back in the days of old
Engin ummæli:
Skrifa ummæli