5.8.2004

Hello, my darlings!

Blibbið hefur legið í dái á meðan Kamilla litla hefur notið sín í sumarfríi. Nú er það farið að kippast til og þá kem ég hlaupandi.

Sumarfríið mitt hefur með eindæmum verið heilsusamlegt. Ég er búin að fasta og snúa við blaðinu hvað varðar mataræði. Ég er breytt kona og eyddi til dæmis verslunarmannahelginni með bók í hönd og jurtate við hliðina á mér. Fór reyndar út á laugardeginum og þá lá leiðin til hennar Brynju minnar í partý. Til að forðast óþarfa spurningar hélt ég ætíð á glasi fullu af Egils Kristal með lime sneið sem inniheldur allt það sem ég drekk venjulega um helgar, að frátöldu gininu... Svo þegar líða tók á kvöldið sagði ég nokkrum frá leyndarmálinu mínu og fékk meðal annars að heyra það að ég væri snillingur (Bjargaði kvöldinu mínu, Gugga. Takk!) Eftir partýið fórum við Ragnheiður Ösp, Raggi og systir hans á Gauk á Stöng (Já, svei mér þá!) og spiluðum pool fram á nótt en ég elska einmitt pool og hef loksins fundið mér íþrótt. Klukkan rúmlega fjögur vildu þau síðan hætta og ég fór að gráta og fór heim í fússi...

Annars hef ég hangið í Vesturbæjarlauginni í fríinu en fór reyndar í Bláa Lónið í gær með Emmu, dönsku stelpunni sem býr með mér, og það var bloody fantastic! Fékk reyndar ekki frítt nudd eins og síðast...

Í gær fékk ég að fara á frægu Ölstofukvöldin með Þóri, Ölmu, Héðni og öðru góðu fólki. Ég hef oft lesið um þessi skemmtilegu kvöld á blibbum þeirra Héðins og Þóris en einungis getað ímyndað mér hvursu skemmtileg þau geta verið;-) Kvöldið byrjaði hins vegar ekki nógu vel þar sem við hittumst á Segafredo. Þar átti hvert stórslysið á fætur öðru sér stað og mun ég seint bíða þess bætur. Ég sá allt of mikið af ítölsku karlmannsklofi, róna æla með stæl og klósett með engri setu á sem ætlast var til þess að ég pissaði í (Í staðinn hélt ég í mér í hálftíma og pissaði næstum í buxurnar...). Þrátt fyrir þessa martröð var kvöldið einstaklega vel heppnað þó að ég sé enn meira kynferðislega frústreruð eftir á (I share your pain, Héðinn minn!).

Ég byrja að vinna á mánudaginn eftir æðislegt frí sem, eftir á að hyggja, leið aðeins of fljótt.

Smá getraun. Elska þennan texta. Minnir mig á þig, Ingi Þór minn, þegar við keyrðum Vatnsleysuna heim til ma og pa um daginn. It was the bomb!!

Hver flytur og hvað heitir lagið?

Blinded by the light
Revved up like a Deuce
Another runner in the night

Engin ummæli: