9.8.2004


Back to real life then!

Fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí líður ekki hratt. Ég er svona enn að koma mér af stað eftir letilíf. Það versta var að vakna snemma í morgun en ég hef sofið fram að hádegi síðan í byrjun júlí...

Helgin var ultra blast!! Fór út bæði föstudag og laugardag og það er komið ansi langt síðan ég hef getað það. Hékk mestmegnis á Kaffibarnum eins og venjulega en Ölstofan kom sterk inn, aldrei þessu vant... Ég gerði bæði góða og slæma hluti sökum ölvunar og hef verið að fá svona flasback tilfinningu sem vekur upp hroll, ekki beint skemmtilegt:-/ En svona er þetta víst. Ég hugga mig við það að flestir í kringum mig voru álíka fullir eða jafnvel meira og ég veit um nokkuð marga sem gerðu gloríur þessa helgina...

Ég borðaði grjót á laugardaginn í þynnkunni. Það fæst á McDonald's og gengur undir dulnefninu Kjúklingaborgaramáltíð... Ekki gott fyrir litlu stúlkuna sem borðar svo hollan mat að svona ullabjakk refsar henni með magapínu.

Á sunnudaginn var ég síðan svo ástfangin af öllum vinum mínum á Culiacan (Mun skárri skyndibiti en grjótið á McDonald's. Svo eru afgreiðslustelpurnar æðislegar, einstaklega ljúfar og indælar.). Svona „what if I never met you guys?,“ þannig að ég knúsaði alla í bak og fyrir og var voða lovey dovey, á það nefnilega til. Á bak við töffara facade leynist nefnilega lítill vælukjói sem má ekki aumt sjá.

Brynja bjó síðan til dýrindis sushi handa okkur um kvöldið. Við Dögg höfum mikla matarást á henni, svo mikla að í miðri máltíð lýsti ég því yfir að ég elskaði hana af öllu hjarta. Þið verðið endilega að prufa sushi með avocado og brie. It's the bomb!!

Ég er búin að vera að lesa bækur eftir Sophie Kinsella (Þökk sé Brynju Magnúsdóttur varaþingmanni og chick-lit fan) og mig langar bara að segja ykkur hvað þær eru drepfyndnar. Ég byrjaði á bók sem heitir Can you keep a secret? og skellihló (og grét smá) við lestur hennar. Einstaklega fyndin og með eindæmum seinheppin söguhetja. Núna er ég byrjuð á Shopaholic seríunni. Búin með fyrstu sem heitir The secret world of a shopaholic og hálfnuð með bók númer tvö, Shopaholic abroad (Ég er búin að vera að tæta þessar bækur í mig síðan um verslunarmannahelgina, get bara ekki lagt þær frá mér). Það fyndna er að ég finn oft til samkenndar með henni Rebeccu Bloomwood vegna þess að ég er líka shopaholic. Ég held að allar vinkonur mínar geti staðfest það...

Getraunin í dag. Hvað lag? Hvaða flytjandi?

Now that I see you stripped to the very core
I know that I need you less than I did before

Engin ummæli: