Ævintýrin gerast í Reykjavík
Þetta er mjög villandi fyrirsögn. Ég vildi að hún væri sönn en í mínu tilfelli er tilvera mín allt annað en ævintýraleg. Það ævintýralegasta sem hefur komið fyrir mig í dag er að strætóinn minn bilaði. Ég þurfti að bíða í strætó í 15 mínútur uns nýr kom og sótti okkar. Þar hitti ég Héðinn. Hann er ungur maður á framabraut og var í jakkafötum í strætó. Mér fannst það mjög smart, mjög heimsborgaralegt:-) Svo fór ég út hjá Hamraborginni og þar rigndu á mig nokkrir dropar. Spennandi, ekki satt?
Djammið í Reykjavík er síðan enn annað ekki-ævintýrið. Alltaf sama gamla stöffið en þið megið fullvissa ykkur um það að ég mun hanga á barnum um helgina. Drinking myself in to oblivion to forget my misfortune. Nei, nei, þetta var einum of. Mér finnst bara líf mitt vera svo mikil rútína núna. Mér ætti að líka það vel þar sem ég er nú skipulagsfrík en finnst það í staðinn bara hálfleiðinlegt. Á sama tíma í fyrra var ég að upplifa yndislegt sumar í DK í pilsi og á táslunum. Ég væri alveg til í það núna.
Jú, eitt enn rosa spennandi (!) gerðist í dag. Ég hitti litla krakka á Austurvelli í morgun sem eltu mig á röndum og vildu fara með mér á stefnumót. Þau voru voða sæt en soldið skrítin.
Ég auglýsi hér með eftir alvöru ævintýri. Ævintýri sem er þess virði að segja frá!
Ást og friður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli