Hálsbrotin
Hún Ragnheiður Ösp, yndið mitt eina, er komin með blibb. Ragnheiður bjó á Vallargötu 19 þar til fyrir nokkrum árum og sem börn brölluðum við margt skemmtilegt saman. Við vorum duglegar að taka upp útvarpsþætti og breyta textum ýmissa þekktra laga. Hún heitir Hálsbrotin hér í kálinu og ástæðan er þessi:
(Sungið við Línu Langsokk lagið)
Veistu hvað ég heiti?
Þú heitir Magga hveiti.
Hvernig vissir þú það?
Því ég er hálsbrotin.
Í þessu lagi var ég einmitt Magga hveiti og Ragnheiður Ösp hálsbrotin. Þessu náði hún með að vefja um hálsinn á sér mörgum treflum. Húrra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli