Long time, no blibb
Heil og sæl. Hef aðeins gleymt mér í blibbletinni enda búin að vera í Keflavíkinni þar sem ekkert rafmagn er og nóg af útikömrum. Nei, annars hafði ég það svo ofurgott á Hótel Mömmu yfir páskana. Ingi Þór bróðir ákvað að koma ekki heim vegna þess að hann var búinn að djamma svo mikið (?!). Ég þurfti smá tíma til að jafna mig, fór næstum að væla en tók mig saman í andlitinu og hugsaði með mér að þetta væru nú ekki endalok alls. Í stað Inga Þórs fékk ég nefnilega Guggu mína heim frá Aberdeen og Öldu frá London. Gugga hélt síðan æðislegt partý á laugardaginn og það er langt síðan ég hef hlegið svonað og farið á eins mörg trúnó. Það var svo gaman! Verst er að Gugga fer út 20. apríl þannig að hún rétt missir af afmælinu mínu.
Ég hef hugsað mjög mikið til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en hyggst ekki eyða púðri í þann skítadurg enda hafa nánast allir blibbað um skítlegt hátterni hans.
Ég horfði á Sexið í gær að venju. Eftir því sem nær dregur lokaþáttinn fyllist ég ófyllanlegu tómi og kvíði þeirri stundu er fimmtudagskvöldin munu hætta að hafa tilgang.
Ég mun hugsa mig tvisvar um þegar mér er boðið í glas næst á skemmtistað. Óhugnalegar frásagnir ungra stúlkna af eiturbyrlan í Fréttablaðinu í dag.
Ég er að fara á 101 Reykjavík annað kvöld. Vegna umsagnar Kristínar Laufeyjar mun ég klæða mig vel.
Ég ætla að baka dásamlega döðluköku í dag. Hún er holl og gómsæt. Svo ætla ég að breyta mér í miðaldra konu og fá mér sjérrístaup með kökusneiðinni.
Hér er smá getraun. Úr texta hvaða lags er þessi bútur og hver er flyjandinn?
Now some they do and some they don't
And some you just can't tell
And some they will and some they won't
With some it's just as well
Jæja, góða helgi, my peeps. Passið ykkur á skemmtistaðanauðgurunum (oj bara)!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli