19.4.2004

Bolla, bolla?

Gluggaveðrið er að gera mig geðveika. Hið íslenska rok er af djöflinum komið. Ég sé fram á húfu og vettlinga langt fram á vor/sumar.

Ég fór á 101 Reykjavík á laugardagskvöldið. Ótrúlega var þetta fínt hjá þeim! Ég fór nú samt að ráðum Kristínar Laufeyjar og tók með mér húfu, trefil og vettlinga, þökk sé guði. Það var nefnilega skítakuldi þarna inni. Nóg um það. Mér hefur alltaf þótt Stúdentaleikhúsið alveg frábært og mjög fagmannlegt miðað við áhugaleikhús. Ekki breytti 101 Reykjavík neinu um það. Það er líka svo frábært að þau gerðu þetta sjálf, þetta er barnið þeirra. Strákarnir sem léku Hlyn Björn voru alveg frábærir, Vigdís var rosa fín, líka mamman og Hannes Óli sem pabbinn en svo stal hann senunni sem kolklikkaði vúdúlæknirinn, djöfull dó ég úr hlátri. Stelpan sem lék systur Hlyns var líka fín, átti góða spretti sem snobbuð húsfrú í Grafarvogi. Mörg atriðanna voru alveg frábær og mér fannst það sniðug lausn að hugsanir Hlyns voru leiknar. Með því náðu þau að koma á framfæri ótrúlega mörgu, þ.á.m. skemmtilegum orðaleikjum. Svo voru þau með skjávarpa sem gerði mikið. Toppeinkunn frá mér þrátt fyrir kvefið sem fylgdi í kjölfarið. Það eru víst aukasýningar um helgina þannig að nýtið ykkur það.

Núna er ég að plana afmælið mitt á fullu. Stærsti höfuðverkurinn virðist vera hvort ég eigi að bjóða um á bollu eða bjór. Hvað finnst ykkur? Ef þið segið bolla endilega komið þá með sniðuga uppskrift.

Engin ummæli: