12.11.2003

R.I.P.

Blessuð sé minning úrsins míns. Það datt í gólfið í gær og nú er sprungan sem sást varla orðin að hafi sprungna. Þú þjónaðir mér vel í öll þessi ár og alltaf varstu stílhreint og flott. Passaðir við allt sem ég á og hafðir meira að segja þann hæfileika að líkjast armbandi meira en úri. Í dag ber ég þig enn á hendi mér þrátt fyrir að þú sért nánast í dauðakippunum. Þú gengur samt. Þannig má lýsa þér, gengur með mér í gegnum allt. Nú verð ég samt að fá mér nýtt vegna þess að alltaf þegar ég lít á þig sé ég sprungurnar og hjarta mitt brotnar í þúsund mola.

Ég elska þig, kæra úr.

Þín, Kamilla

Engin ummæli: